Farsóttarportrett (2020)

Þegar samkomubannið í fyrstu Covid bygjunni skall á og landsmenn skriðu heim í skúkkelsi sín og töluðust ekki við nema í gegn um fjarskiptatæki, datt mér í hug að prófa að taka ljósmyndir í gegn um þessar græjur. Mér finnst skemmtilegt að mynda fólk, spá í sjónarhornin og birtuna og hafa stjórn á þessu öllu saman til að búa til fallegt portrett. En á þessu tímabili, mars og apríl á þessu ári var skyndilega öllu snúið á hvolf. Mig langaði að gera gamaldags klassísk portrett af norðlensku listafólki en svo var allt í einu ekki hægt að hitta nokkurn mann. En svo var kannski ekki svo góð hugmynd að gera klassísk portrett, það hef ég gert svo ótal sinnun og allt í einu fannst mér spennandi að snúa því á hvolf líka. Hafa enga stjórn á aðstæðum; geta ekki ráðið sjónarhorni, birtu eða bakgrunni og vinna með afar slök myndgæði. Fólk birtist bara á tölvuskjánum mínum í afar slæmum myndgæðum og stjórnaði sjálft hvernig það birtist í rammanum og ég tók síðan mynd af tölvuskjánum með venjulegri myndavél, en reyndar með heimasmíðaðri linsu sem bjagaði og brenglaði enn meira. Út úr þessu komu nokkur mjög skemmtileg portrett sem mér fannst þá vera ágæt heimild um tímann akkúrat þá en er svo kannski orðinn partur af verulega okkar. Allavega erum við í sömu sporum hálfu ári síðar. Hvenær skyldi þessu ástandi ljúka? Hvenær getum við farið að hittast, heilsast með handabandi eða jafnvel að knúsa hvert annað? Kannski er það liðin tíð.

Smellið hér til að skoða sýningu á farsóttarportrettum af norðlenskum listamönnum.