Farsóttarportrett

Portrettmyndir af nokkrum félögum í Myndlistarfélaginu sem voru teknar í byrjun apríl, þegar fyrsta bylgja Covid farsóttarinnar stóð sem hæst. Listamennirnir voru ýmist heima hjá sér eða á vinnustofum sínum. Myndirnar voru teknar í gegn um Google Meet, Facebook Messenger eða önnur svipuð apparöt sem skyndilega voru orðinn eina leið fólks til samskipta útfyrir sinn allra nánasta hring. Nú, hálfu ári síðar er sama staðan uppi, samskipti fólks eru að mestu með fjarskiptum nema fólk sé grímuklætt eða í tveggja metra fjarlægð hvert frá öðru og sprittbrúsarnir aldrei langt undan.
Hvenær skyldi þessu ástandi ljúka? Hvenær getum við farið að hittast, heilsast með handamandi eða jafnvel að knúsa hvert annað? Kannski er það liðin tíð.
Smellið hér til að skoða sýningu á farsóttarportrettum af norðlenskum listamönnum.