“Ljósmyndir Sigurðar Mar eru eftirtektarverðar fyrir dulúð og draumkennd, teknar með sérútbúnum linsum og aðferðum sem Sigurður hefur þróað með sér um árabil. Á myndunum er vaknandi jörð, á leið undan vetri, þar sem tilfinningin fyrir vorinu glæðir þær lífi. Það er allavega ein leið til að njóta þeirra en í raun er boðskapurinn kannski eilítið myrkari.
Ef staldrað er við og horft frá öðru sjónarhorni, má ímynda sér landslag þar sem heimshvörf og depurð vofa yfir. Hvað ef náttúran festist í þessum lífvana dvala og lægi í fjötrum það sem eftir væri. Ef umgengni mannsins um jörðina heldur áfram að markast af mengun og virðingarleysi gætum við misst þessa hlýju tilfinningu sem springur út á vorin, því það kæmi aldrei aftur vor”,
Hekla Björt Helgadóttir myndlistarkona.
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7282-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7273-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7212-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7113-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7120-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7634-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7397-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7704-1024x681.jpg)
![](https://marason.is/wp-content/uploads/2020/09/SLU7128-1024x681.jpg)