“Mynd segir meira en þúsund orð, er máltæki sem margir hafa sannreynt. Um leið og hver mynd kallar fram fagurfræðilega upplifun vekur hún með okkur tilfinningar, spurningar og sögur.
Í Sögum býður Sigurður Mar ljósmyndari upp á sagnasjóð sem aldrei tæmist; hann býður þeim sem skoða myndirnar að skapa sína eigin sögu við hverja og eina mynd. Þannig eiga Sögur að virkja sköpunargáfu þeirra sem dvelja við myndirnar – í einrúmi eða með öðrum”.
Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur