Menningarverðlaun Hornafjarðar 2017

Sigurður Mar hlaut Menningarverðlaun Hornafjarðar 2016 fyrir ljósmyndasýninguna og bókina Sögur. Verðlaunin voru afhent í Nýheimum 23. febrúar sl.
Kristín Guðrún Gestsdóttir formaður menningarmálanefndar setti viðburðinn og kom fram í máli hennar að Menningarverðlaun Austur-Skaftafellsýslu hafa verið veitt frá árinu 1994. Í reglum um Menningarverðlaun segir „Verðlaunin  eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.“
Alls voru sex aðilar tilnefndir til Menningarverðlauna þetta árið og Þakkaði Kristín þeim tilnefndu fyrir framlag Þeirra til samfélagsins og bætti því við að „ við getum svo sannarlega sagt að samfélagið væri fátækara án ykkar“. 
Var það Sigurður Mar Halldórsson sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Sigurður Mar hlaut verðlaunin fyrir ljósmyndasýningu og – bók  sína Sögur „ Sigurði tókst með myndum sínum að fá áhorfendann að búa til sínar eigin sögur“
Menningarnefnd veitti tólf styrki til menningaverkefna til ýmissa mismunandi verðugra verka og verkefna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

SÖGUR - bókin er komin út

Sögur er ekki venjuleg ljósmyndabók. Hún er eiginlega smásagnasafn án orða. Á bókarkápu skrifar Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur:
„Mynd segir meira en þúsund orð“ er máltæki sem margir hafa sannreynt. Um leið og hver mynd kallar fram fagurfræðilega upplifun vekur hún með okkur tilfinningar, spurningar og sögur. Í Sögum býður Sigurður Mar ljósmyndari upp á sagnasjóð sem aldrei tæmist; hann býður þeim sem skoða myndirnar að skapa sína eigin sögu við hverja og eina mynd. Þannig eiga Sögur að virkja sköpunargáfu þeirra sem dvelja við myndirnar – í einrúmi eða með öðrum.SÖGUR í Svavarssafni

Ljósmyndasýningin Sögur var opnuð í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn föstudaginn 21. október.  Sextíu manns komu á opnunina sem var hon ánægjulegasta. Myndirnar á sýningunni eru 21 talsins í stærðinni 60x80. Þær eru allar til sölu. Sýningi verður opin til áramóta. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkti sýninguna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


SÖGUR - smásagnasafn án orða væntanlegt á fyrsta vetrardag

Nú stendur yfir hópfjármögnun til að standa straum að prentun bókarinnar Sögur.  Bókin kemur út á fyrsta vetrardag 2016 og samtímis verður opnuð sýning á myndunum í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn.
Með því að styrkja verkefnið, hjálparðu mér að koma bókinni út og í hendurnar á fólki á öllum aldri sem getur skemmt sér við að segja hvert öðru sögur upp úr bókinni. Þar sem bókin byggist á myndum en ekki orðum getur hún gagnast hverjum sem er, óháð móðurmáli eða lestrarkunnáttu svo að sögurnar geta fengið vængi og flogið út í heim. Og svo færðu vitaskuld áritað eintak af bókinni sent heim til þín.
Söfnunarsíðan á Karolina Fund

 


 

ÍSÓ2015

Verkefnið ÍSÓ2015 er samsýning félaga í  FÍSL, Félagi íslenskra samtínmaljósmyndara. Sýningin var opnuð 20. júní í gömlu rækjuverksmiðjunni á Ísafirði. Á sýningunni eru verk 21 ljósmyndara og eru sýnishorn af Sögum Sigurðar Mar þar á meðal.

 

 

 

 

 

 

 


 

SÖGUR

Verkefni í vinnslu. Stefnt er að sýningu á því á vordögum 2016.  Þetta eru vísbendingar um atburði eða augnablik sem vekja upp spurningar um hvað er að gerast á myndunum.  Sótt er í íslenska sagnahefð og sterkar og sjálfstæðar konur eru í forgrunni þó ýmsar kynjaverur komi einnig við sögu.

 

 

 

 

 

 

 

 


INNRA MYRKUR

Sigurður á verk á sýningu nokkura félaga í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara sem opnuð verður á Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar. Sýningin er í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna og bar yfirskriftina Innra myrkur.

 


ARFLEIFÐ FORTÍÐAR FREYJU

Sýning sem opnuð var í Löngubúð á Djúpavogi á sumardaginn fyrsta 2013.  Þetta var samsýning Sigurðar Mar, Ágústu Margrétar Arnardóttur fatahönnuðar, Hrannar Jónsdóttur skáldkonu og Heiðu Heiler fyrirsætu og hestakonu sem öll sjást á myndinni hér að ofan. Myndirnar á sýningunni eru hér.

 


 

 

 

 

 


 


 

MANNESKJAN OG ÍSINN

Sýningin var opnuð við Hoffellsjökul sumarið 2011. Hún er einskonar framhald á sýningunni Sandi, sem getið er hér að ofan og sýningu sem nefndist "Veðrin eru tæmd" sem opnuð var í Hallormsstaðaskógi 1997. Sýningin er enn á sínum stað við Höffellsjökul og komu ágætlega undan vetri og verða til sýnis eitthvað fram á sumarið.
Smellið hér til að sjá myndirnar á sýningunni.
Smellið hér til að sjá myndband frá sýningunni.

Menningarráð Austurlands styrkti verkefnið.


LJÓSMYNDASÝNINGIN VOFF

1

 

Sýningin var sett upp á Humarhátíð 2008.  Á myndunum eru tólf hundar ásamt eigendum sínum.  Hundarnir eru af   ýmsum tegundum, sumir eru hreinræktaðir, aðrir blendingar en allir eiga þeir sameiginlegt að finnast húsbóndinn æðislegur!  Það gekk oft mikið á í stúdíóinu þegar verið var að mynda og hundur ljósmyndarans var mjög óánægður með ókunnuga hundalykt af húsbóndanum.  Þegar að því kom að taka mynd af þeim félögum var hann ekki til umræðu um fyrirsætustörf eins og glöggt má sjá á myndinni hér til hliðar.
Myndirnar eru prentaðar í A4 stærð, plastaðar og festar með heftibyssu á Viktarskúrinn við höfnina á Hornafirði. Þar hengu þær fram undir jól og létu ekkert á sjá.
Smellið hér til að skoða myndirnar!
SANDUR

Sýningin "Sandur" var opnuð 29. júlí  2007 á sandinum við Stokksnes í Hornafirði. Myndirnar voru teknar á svipuðum slóðum sumarið 2006 og var komið fyrir á öflugum undirstöðum á sandinum.  Myndirnar falla því inn í umhverfið og skera sig úr í senn.  Þó sýningin sé um margt nýstárleg er viðfangsefnið sígilt. Nöktum líkama stillt upp andspænis náttúrunni þar sem hún er eins nakin og hún getur verið, á svörtum sandinum.  Nektin er algjör og gagnvart náttúruöflunum má mannskepnan sín lítils eins og glöggt sást á því hvernig náttúran lék verkin þær sex vikur sem þau voru til sýnis.  Stundum sást vart í myndirnar fyrir sandfoki, stundum slettist blautur sandur á þær og að endingu fóru þær á kafi í vatn.
Sumarið 1997 hélt Sigurður svipaða sýningu í Hallormsstaðaskógi.  Sýningin nefndist "Veðrin eru tæmd" og þar voru myndirnar teknar í skóginum og sýndar á sama stað og þær voru teknar.  Sýningin Sandur er því einskonar framhald á því verkefni.  Þriðja verkið í þessum dúr er í burðarliðnum og þar er enn verið að fjalla um mannskepnuna og náttúruna.
Menningarráð Austurlands styrkti sýninguna Sandur.
Smellið hér til að sjá hvernig náttúruöflin tóku þátt í verkinu Sandi.  
Smellið hér til að lesa umfjöllun Huldu Rósar Sigurðardóttur listfræðings um Sand.


BLEIKU MYNDIRNAR

Þessar myndir voru gerðar til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og einnig var þeim ætlað að benda á hinar kolröngu staðalímyndir sem hvarvetna birtast okkur. Meira að segja í kynningarefni um brjóstakrabbamein sem gefið er út af opinberum aðilum er aðeins sýndur einn hópur kvenna. Ungar og grannar konur eða sá hópur sem aðeins örfá prósent kvenna tilheyrir. Það var eins og að brjóstakrabbamein ætti ekkert við um venjulegar konur.
Sigurður ákvað að leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein og um leið að reyna að benda á hinar röngu staðalímyndir og í október 2007 gerði hann þessa litlu myndaseríu. 
Á myndunum eru brjóst nokkurra hornfirskra kvenna sem vildu gjarnan leggja þessu verkefni lið.  Þetta eru hugrakkar og stoltar konur á öllum aldri sem flestar hafa horft upp á þennan óboðna gest banka upp á hjá sínum nánustu.  Þennan gest viljum við öll losna við að fá í heimsókn og eitt besta ráðið við honum er að efla rannsóknir á krabbameini til að geta gripið inni eins fljótt og hægt er. Myndirnar voru meðal þeirra fjölmörgu ljósmynda og annara verka á sýningunni Ein-stök-brjóst sem opnuð var í Glæsibæ 25. október n.k.  Myndirnar voru til sölu og ágóðinn rennur til krabbameinsrannsókna.
Smellið hér til að skoða myndirnar.

HORNFIRÐINGAR

h

Á humarhátíðinni 2007 var sýningin Hornfirðingar opnuð í Pakkhúsinu á Höfn.  Á sýningunni voru myndir af venjulegu fólki í sínum venjulegu vinnufötum en í óvenjulegu umhverfi. 
Menningarráð Austurlands styrkti sýninguna Hornfirðingar.
Smellið hér til að kíkja á Hornfirðingana.


SKEIÐARÁRSANDUR

Sumarið 2002 tóku 25 myndlistarmenn þátt í nokkurskonar samsýningu eða listamannabúðum á Höfn í Hornafirði og glímdu við andann og efnið í návígi við samfélagið á Höfn, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Verkin voru til sýnis vítt og breitt um staðinn. Þessi viðburður fékk heitið Camp-Hornafjörður. Camp er alþjóðlegt heiti fyrir búðir í merkingunni bráðabirgðadvalarstaður, en getur einnig verið skammstöfun fyrir Contemporary Artist Meeting Place, sem þýða má: fundarstaður núlistarmanna. Camp og íslenska útgáfan kampur er einnig oft tengt baráttu sbr. herbúðir.  Sigurður sat í þriggja manna sýningarstjórn og átti verkið Skeiðarársand. Það var innsetning í versluninni 11/11 á Höfn; sérmerktir bréfpokar með sandi af Skeiðarársandi voru til sölu á sérstöku tilboði og einnig fylgdu með vitnisburðir notenda sandsins um ágæti hans við ýmsum kvillum. Framleiddir voru 20 pokar í byrjun og seldust þeir upp. Þá var bætt við öðru upplagi og dugðu þeir þangað til sýningarnar voru teknar niður í lok ágúst 2002. Nánar á camp2.is.