CV

Sigurður Mar Halldórsson er fæddur 1964 á Egilsstöðum. Hann lauk stúdentsprófi frá ME 1984, sveinsprófi í ljósmyndun 1990 eftir nám í Gautaborg og varð iðnmeistari 2008.  Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi  í ljósmyndun 2010 eftir nám við H.A. Sigurður hefur 30 ára reynslu af allskyns ljósmyndun; portrettmyndum, tískumyndum, auglýsinga- og iðnaðarljósmyndum og fréttamyndum fyrir fjölmörg blöð og tímarit. Hann hefur haldið sjö einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum hér á landi og erlendis. Hann kennir ljósmyndun við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólann á Tröllaskaga. Sigurður Mar er í Ljósmyndarafélagi Íslands og FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.


Menntun

1984 Stúdentspróf af málabraut frá M.E.
1990 Lindholmens Gymnasium Gautaborg.
1990 Sveinspróf í ljósmyndun.
2008 Meistarabréf í ljósmyndun.
2010 Kennsluréttindindanám frá H.A og Kennsluréttindi í framhaldsskólum með áherslu á listgreinar.

Einkasýningar

2016 SÖGUR - Listasafn Svavars Guðnasonar á Höfn í Hornafirði.
2011 Manneskjan og ísinn - ljósmyndainnsetning við Hoffellsjökul.
2008 VOFF - útiljósmyndasýning á Hafnarvoginni á Höfn í Hornafirði.
2005 Sandur - ljósmyndainnsetning við Stokksnes, Hornafirði. Styrkt af Menningarráði Austurlands.
2005 Hornfirðingar - Pakkhúsið Höfn í Hornafirði. Styrkt af Menningarráði Austurlands.
1997 Veðrin eru tæmd - ljósmynda- og ljóðainnsetning ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni ljóðskáldi í Hallormsstaðaskógi.
1994 Caffi Brazil á Egilsstöðum.
1992 Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.

Samsýningar

2015  ÍSÓ2015 - sumarsýning Félags íslenskra samtímaljósmyndara í gömlu rækjuverksmiðjunni á Ísafirði.
2013  Innra myrkur - samsýning Félags íslenskra samtímaljósmyndara í SÍM salnum Hafnarstræti í Reykjavík.
2013 Arfleifð fortíðar freyju - ásamt Ágústu Margréti Arnardóttur fatahönnuði og Hrönn Jónsdóttur skáldkonu í Löngubúð Djúpavogi og Pakkhúsinu Hofn. 
2008 Myndir ársins- samsýning blaðaljósmyndara í Gerðarsafni.
2002 CAMP Hornafjörður - samsýning 25 listamanna frá Íslandi, Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. Sýningarstjórn.
1990 Planket - Ljósmyndasýning í Vitabergsparken í Stokkhólmi.
1990 Fria bilder - Samsýning 13 ljósmyndanema í Gautaborg.
1987 90 ára afmælissýning Blaðamannafélags íslands í Listasafni ASÍ.