Flottasta stúdíó í heimi!

Náttúra Austur-Skaftafellssýslu er fegurri og fjölbreyttari en víðast annarsstaðar. Fjöllin eru brött, sandurinn svartur, himinninn víður og birtan öðruvísi undir stærsta jökli í Evrópu. Náttúran er því einskonar risastórt stúdíó þar sem allt er í boði frá náttúrunnar hendi.

 

"Bæði vatnið og jökullinn endurkasta geislunum
milli sín og þarna verður bjartari og lýrískari
stemning en allstaðar annarsstaðar á jörðinni.
Birtan í Hornafirði mótaði mína litasjón".
Svavar Guðnason 1959.